Þróttur skellti Haukum, 4-2, í Inkasso-deildinni í kvöld og í öðrum leik kvöldsins gerðu Selfoss og Leiknir 1-1 jafntefli í Breiðholtinu.
Eftir nítján mínútur skoraði Viktor Jónsson fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt og rétt fyrir hlé tvöfaldaði Daði Bergsson forystuna.
Skagamaðurinn Indriði Áki Þorláksson minnkaði muninn á fimmtu mínútu síðari hálfleiks en Viktor Jónsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði fjórða mark Þróttar á 71. mínútu.
Daníel Snorri Guðlaugsson náði að klóra í bakkann fyrir Hauka átta mínútum fyrir leikslok en Viktor Jónsson var ekki hættur. Hann fullkomnaði þrennu sína og skoraði fimmta mark Þróttar á 89. mínútu.
Lokatölur 5-2 sigur Þróttar sem er í fimmta sætinu með þrettán stig. Haukarnir eru í sjöunda sæti með tíu stig.
Gilles Mbang Ondo kom Selfyssingum yfir á annarri mínútu í Breiðholtinu en Sólon Breki Leifsson jafnaði metin á 67. mínútu. Þannig urðu lokatölur leiksins.
Selfoss í níunda sætinu með átta stig en Leiknir sæti neðar með stigi minna og bæði lið einfaldlega í bullandi fallbaráttu. ÍR er í fallsæti með sex stig og Magni með þrjú.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá vefsíðunni fótbolti.net.
Viktor með þrennu gegn Haukum og jafnt í Breiðholti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




