Sjö ára börn spila skotleikinn Fortnite Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 19:15 Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00