Fótbolti

Kovacic reynir að losna frá Real Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kovacic er líka varamaður hjá Króatíu en hefur komið við sögu í báðum leikjum liðsins á HM í Rússlandi.
Kovacic er líka varamaður hjá Króatíu en hefur komið við sögu í báðum leikjum liðsins á HM í Rússlandi. vísir/getty
Mateo Kovacic verður að öllum líkindum í byrjunarliði Króatíu þegar liðið mætir Íslandi í lokaleik D-riðils á HM í Rússlandi.

Kovacic stendur í stórræðum utan HM þar sem hann reynir nú að losna frá spænska stórveldinu Real Madrid.

„Ég myndi vilja spila meira hjá Real Madrid því ég elska fótbolta og ég vil vera inn á vellinum.“

„Ég veit það er erfitt að komast í byrjunarliðið hjá Real Madrid; sérstaklega því ég var svo ungur þegar ég kom þangað. Ég skil stöðuna en ég tel að það væri best fyrir mig að komast í annað lið þar sem ég fæ að spila reglulega. Ég tel mig geta það og ég vil gera það núna,"

Kovacic er 24 ára gamall og er í samkeppni við Luka Modric og Toni Kroos um mínútur á miðjunni hjá Madridarstórveldinu. Hann hefur aðeins byrjað 55 leiki síðan hann kom til félagsins frá Inter Milan árið 2015.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×