Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Fyrsta húsið af mörgum hýsir nýtt gagnaver. Róbert Daníel Jónsson Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira