Skora á ráðherra að friða virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 18:13 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Mats Wibe Lund Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra. Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra.
Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira