Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum.
Skipið er í þjónustu breska félagsins Advanced Marine Services sem með leyfi umhverfisráðuneytisins hafði þrjá sólarhringa til að bjarga verðmætum úr Minden. Sjólag og veður torveldaði aðgerðir en Landhelgisgæslan fylgdist með svæðinu.
Skipið var enn nálægt Minden er leyfið rann út klukkan 18.30 í gær. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort starfsleyfið yrði framlengt svo unnt yrði að ljúka verkinu.
Aðstæður erfiðar yfir SS Minden

Tengdar fréttir

Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag
Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða.

Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit
Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun.

Bretar vilja framlengt leyfi frá Íslendingum til gullleitar í SS Minden
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningsaskipinu SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu.