Fjölmörg börn og aðstandendur þeirra voru saman komin fyrir framan sjónvarpsskjá á Barnaspítalanum þegar leikurinn hófst. Boðið var upp á súkkulaðiköku fyrir afmælisbarnið.
Guðni hóf afmælisdaginn með göngu upp á Helgafell ofan Hafnarfjarðar en þegar heim var komið beið karlakórinn Fjallabræður eftir forsetanum og söng nokkur lög.
Landspítalinn og Lára Ólafsdóttir birtu nokkrar myndir á Facebook-síðum sínum af því þegar Guðni heimsótti Barnaspítalann skömmu fyrir upphaf leiks Íslands og Króatíu.