Þjóðarstolt og hnattræn samstaða Bjarni Karlsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl!
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar