Áralöngu stríði Apple og Samsung lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 14:27 Um það bil svona litu snjallsímar fyrirtækjanna út þegar deilan hófst. Vísir Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði. Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði.
Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50