Almenningssamgöngur fötluðum vart valkostur Sveinn Arnarsson skrifar 29. júní 2018 08:00 Svo virðist vera sem almenningssamöngur frá höfuðborginni suður til Keflavíkurflugvallar séu ekki gerðar fyrir fatlað fólk. Fréttablaðið/Stefán Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira