Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 07:35 Hluti af forsíðu dagblaðsins The Capital Gazette í dag, 29. júní 2018. Mynd/The Capital Gazette Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46