Byssumaðurinn áreitti konu svo mánuðum skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 14:46 Jarrod Warren Ramos. Hann var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag. Vísir/AP Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35