Ekkert fékkst upp tæplega 165 milljóna kröfur sem lýst var í þrotabú félagsins NFFF ehf. Félagið hét áður Nesfrakt NAV ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta í júlí 2016.
Fyrirtækið var nokkuð stórhuga á tímabili og gerði meðal annars árið 2013 samning við danska fyrirtækið Blue Water Shipping um flutning á öllum sendingum þess hér á landi sem komu til landsins með Norrænu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að verðmæti samkomulagsins hafi verið rúmlega milljarður króna.
Síðar sama ár tók fyrirtækið yfir rekstur flutningafyrirtækisins Austurfraktar. Um skeið bauð Nesfrakt upp á daglega flutninga frá Reykjavík til flestra þéttbýlisstaða á landinu.

