Erlent ferðaþjónustufyrirtæki þrýsti á breytingar á lagafrumvarpi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Vísir/vilhelm Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06