Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð verður framhaldið í dag. Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49
Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30