„Skjóta þarf loku fyrir það að alþingi geti hækkað laun sín umfram almenna launaþróun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 19:45 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30