Makedónía fær nýtt nafn eftir 27 ára deilur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 23:42 Zoran Zaev, forsætisráðherra hins nýja Lýðveldis Norður-Makedóníu, tilkynnti um samkomulagið á blaðamannafundi í Skopje, höfuðborg ríkisins, í dag. Vísir/AFP Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC. Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC.
Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00
Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45