Snjallsímablinda Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun