Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigfús mætti til aðalmeðferðar málsins í gær og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Fréttablaðið/Auðunn Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37