Hafna mengandi stóriðju, skoða styttingu vinnuviku og lækkun fasteignaskatta Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 15:00 Fulltrúar meirihlutans í Reykjanesbæ kynna málefnasamninginn. Vísir/Einar Árnason Nýr meirihluti Reykjanesbæjar hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Þetta kemur fram í málefnasamningi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samningnum er greint frá nýju Framtíðarráði sem mun fjalla um starfsemina í Helguvík og er ætlað að leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Er stefnt að því að vinna áfram að uppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Framtíðarráðið á einnig að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar. Þá ætlar þessi meirihluti að þrýsta á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem fyrst.Framtíðarráð nýs meirihluta á að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.Vísir/Einar ÁrnasonLögð verður áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins. Framkvæmd verður úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa. Nýju Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráði (MAF) er ætlað að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Þá verður stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022 og er stefnt að því að lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu í ljósi hækkunar fasteignamats í bænum. Í málefnasamningnum er sérstaklega talað um bjarta tíma sem eru framundan í Reykjanesbær og hann sagður brátt verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kalli á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða.Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Nýr meirihluti Reykjanesbæjar hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Þetta kemur fram í málefnasamningi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samningnum er greint frá nýju Framtíðarráði sem mun fjalla um starfsemina í Helguvík og er ætlað að leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Er stefnt að því að vinna áfram að uppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Framtíðarráðið á einnig að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar. Þá ætlar þessi meirihluti að þrýsta á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem fyrst.Framtíðarráð nýs meirihluta á að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.Vísir/Einar ÁrnasonLögð verður áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins. Framkvæmd verður úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa. Nýju Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráði (MAF) er ætlað að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Þá verður stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022 og er stefnt að því að lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu í ljósi hækkunar fasteignamats í bænum. Í málefnasamningnum er sérstaklega talað um bjarta tíma sem eru framundan í Reykjanesbær og hann sagður brátt verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kalli á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða.Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira