Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:29 Utanríkisráðherrarnir funduðu í Seúl í nótt. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45