Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:29 Utanríkisráðherrarnir funduðu í Seúl í nótt. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45