Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 16:08 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu. vísir/ernir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. Forseti mun jafnframt sækja hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, vera viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þá mun forseti ásamt öðrum gestum fylgjast með leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu sem varpað verður á tjald. Eftir landsleikinn mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri kl. 15:00 þar sem meistaranemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun verða útskrifaðir. Námið er samvinnuverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Forseti mun sigla til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegis föstudaginn 15. júní. Heimför er ráðgerð að kvöldi 16. júní. Þann 16. júní verður Eliza Reid forsetafrú í Moskvu og verður viðstödd landsleik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Greint var frá því fyrr í vetur að hvorki forseti Íslands né aðrir ráðamenn Íslands yrðu viðstaddir mótið vegna pólitískra ástæðan. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. Guðni tók fram í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi.Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. Forseti mun jafnframt sækja hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, vera viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þá mun forseti ásamt öðrum gestum fylgjast með leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu sem varpað verður á tjald. Eftir landsleikinn mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri kl. 15:00 þar sem meistaranemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun verða útskrifaðir. Námið er samvinnuverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Forseti mun sigla til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegis föstudaginn 15. júní. Heimför er ráðgerð að kvöldi 16. júní. Þann 16. júní verður Eliza Reid forsetafrú í Moskvu og verður viðstödd landsleik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Greint var frá því fyrr í vetur að hvorki forseti Íslands né aðrir ráðamenn Íslands yrðu viðstaddir mótið vegna pólitískra ástæðan. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. Guðni tók fram í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi.Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu.
HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira