Trúnaðarbrestur og samskiptaleysi einkenndi störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2018 20:00 Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00
Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00