Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Skjáskot úr umtalaðri auglýsingu Félags garðyrkjumanna. Innfluttu grænmeti var ekki gert hátt undir höfði. auglýsing félags garðyrkjumanna Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira