Argentískir fjölmiðlar: "Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:58 Einn og yfirgefinn og jafnvel bugaður Messi eftir leikinn gegn Íslandi í dag. vísir/getty Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag. Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag.
Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53
Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06
„Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48