Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 17. júní 2018 07:49 Atli Björn Eggertsson Levy fyrir miðju með Mexíkóanum með miðana, hattana og hjálmana sem viðskiptin snerust um. Vísir/KTD Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira