Faðir Hannesar grét úr stolti á leiknum: „Viss um að þeir komist í úrslit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 20:00 Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00