Leið eins og hann hefði sjálfur varið víti Messi Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 19. júní 2018 06:00 Jón Steindór Valdimarsson og Gerður Bjarnadóttir með börnum þeirra Höllu og Hannesar, Bergi Ara og Katrínu Unu. Sigríður Wöhler Hannes Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var án efa maður leiksins síðastliðinn laugardag eftir að hafa varið vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi. Aðdáendahópur hans er stór og er Jón Steindór Valdimarsson, tengdafaðir Hannesar og alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, þar á meðal. Jón er þó ekki staddur í Rússlandi þar sem hann ásamt öðrum ömmum og öfum í fjölskyldunni tók það að sér að hlúa að börnunum á meðan Halla Jónsdóttir, dóttir Jóns Steindórs og eiginkona Hannesar, styður sinn mann austanhafs.Sjá einnig: Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi „Ég sá þennan fræga leik í Gilinu á Akureyri. Það fór nú eiginlega þannig að ég hélt um stund að ég hefði varið vítið sjálfur, ég fékk allar þakkirnar,“ segir Jón Steindór og hlær en hann var þar einnig að fagna 40 ára stúdentsafmæli.Það var söguleg stund þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það voru svo margir ánægðir með tengslin og það er svo eðlilegt að öllum finnist þeir eiga smá hlut í Hannesi.“ Jón Steindór er stoltur af tengdasyni sínum og ber honum söguna vel. „Hannes er mikill gæðadrengur og hraustur. Hann er búinn að standa sig afar vel,“ segir hann.„Það hlýtur að vera draumur hvers markmanns að verja vítaspyrnu frá einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, eins og hann orðaði það sjálfur er það líklega draumur sem varð að veruleika, toppurinn á tilverunni.“ Jón Steindór er bjartsýnn á framhaldið og segir að íslenska landsliðið hafi sýnt og sannað að allt geti gerst. „Þessir strákar gera allt sem þeir geta og saman eru þeir afl.“ Sjálfur segist Jón Steindór ekki hafa verið mikill fótboltaáhugamaður en viðurkennir að eftir að Hannes kom inn í líf fjölskyldunnar hafi áhugi hans aukist til muna. „Ég er allt í einu farinn að horfa mikið á fótbolta, aðallega þegar Hannes er að spila. Ég leyfi mér alveg að sleppa mér yfir leikjum,“ segir hann og hlær. Hvort hann fari nú að sparka í bolta með barnabörnunum segir hann það ekki útilokað. „Það er aldrei að vita nema ég sparki kannski eitt spark allavega.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Sjá meira
Hannes Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var án efa maður leiksins síðastliðinn laugardag eftir að hafa varið vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi. Aðdáendahópur hans er stór og er Jón Steindór Valdimarsson, tengdafaðir Hannesar og alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, þar á meðal. Jón er þó ekki staddur í Rússlandi þar sem hann ásamt öðrum ömmum og öfum í fjölskyldunni tók það að sér að hlúa að börnunum á meðan Halla Jónsdóttir, dóttir Jóns Steindórs og eiginkona Hannesar, styður sinn mann austanhafs.Sjá einnig: Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi „Ég sá þennan fræga leik í Gilinu á Akureyri. Það fór nú eiginlega þannig að ég hélt um stund að ég hefði varið vítið sjálfur, ég fékk allar þakkirnar,“ segir Jón Steindór og hlær en hann var þar einnig að fagna 40 ára stúdentsafmæli.Það var söguleg stund þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það voru svo margir ánægðir með tengslin og það er svo eðlilegt að öllum finnist þeir eiga smá hlut í Hannesi.“ Jón Steindór er stoltur af tengdasyni sínum og ber honum söguna vel. „Hannes er mikill gæðadrengur og hraustur. Hann er búinn að standa sig afar vel,“ segir hann.„Það hlýtur að vera draumur hvers markmanns að verja vítaspyrnu frá einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, eins og hann orðaði það sjálfur er það líklega draumur sem varð að veruleika, toppurinn á tilverunni.“ Jón Steindór er bjartsýnn á framhaldið og segir að íslenska landsliðið hafi sýnt og sannað að allt geti gerst. „Þessir strákar gera allt sem þeir geta og saman eru þeir afl.“ Sjálfur segist Jón Steindór ekki hafa verið mikill fótboltaáhugamaður en viðurkennir að eftir að Hannes kom inn í líf fjölskyldunnar hafi áhugi hans aukist til muna. „Ég er allt í einu farinn að horfa mikið á fótbolta, aðallega þegar Hannes er að spila. Ég leyfi mér alveg að sleppa mér yfir leikjum,“ segir hann og hlær. Hvort hann fari nú að sparka í bolta með barnabörnunum segir hann það ekki útilokað. „Það er aldrei að vita nema ég sparki kannski eitt spark allavega.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30