RÚV Prime Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júní 2018 10:00 Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun