Pólitískur og rökfræðilegur ómöguleiki Þórlindur Kjartansson skrifar 1. júní 2018 07:00 Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun