Heilbrigðisþjónustan – hvert stefnir? Úrsúla Jünemann skrifar 1. júní 2018 07:00 Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun