Ballið búið á Borðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:11 Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa ákveðið að loka staðnum. vísir/ERNIR Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins, sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa ákveðið að loka staðnum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu staðarins. Helsta ástæðan fyrir því að staðurinn lokar er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja þeim um sölu á léttvíni og bjór. Eigendur Borðsins, þau Friðrik Ársælsson, Rakel Eva Sævarsdóttir, Martina Vigdís Nardini og Jón Helgi Sen Erlendsson, hafa um langt skeið barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi. Greint var frá því í fyrra að klaufaskapur af hálfu borgarinnar hafi leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði þó beiðninni á þeim forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að njóta vínveitingaleyfis þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Það var síðan í byrjun apríl, síðastliðinn, sem vínveitingaleyfið fékkst en, að því er séð verður, allt of seint.Aðstendendur Borðsins þakka fyrir sig.Borðið„Eftir á að hyggja má segja að staðurinn hafi lifað óvenju lengi án vínveitingaleyfis, en það er að sjálfsögðu hlýjum móttökum íbúa hverfisins og þeim mikla meðbyr sem við höfum alltaf fengið frá viðskiptavinum okkar að þakka.“ Þá segir ennfremur: „Það segir sig hins vegar sjálft að á veitingastöðum þar sem boðið er upp á vandaðan mat, sem eldaður er af reynslumiklum matreiðslumönnum, góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, gera viðskiptavinir jafnframt kröfu um að boðið sé upp á vín, bjór og jafnvel kokteila með.“ Það hafi tekið sinn toll af eigendum staðarins að hafa ekki vínveitingaleyfi í tvö ár. „Allir þeir sem til þekkja vita að rekstur slíkra veitingastaða án veitinga og tilheyrandi lengri opnunartíma gengur einfaldlega ekki upp til lengri tíma. Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila að byrja upp á nýtt. “ Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins, sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa ákveðið að loka staðnum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu staðarins. Helsta ástæðan fyrir því að staðurinn lokar er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja þeim um sölu á léttvíni og bjór. Eigendur Borðsins, þau Friðrik Ársælsson, Rakel Eva Sævarsdóttir, Martina Vigdís Nardini og Jón Helgi Sen Erlendsson, hafa um langt skeið barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi. Greint var frá því í fyrra að klaufaskapur af hálfu borgarinnar hafi leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði þó beiðninni á þeim forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að njóta vínveitingaleyfis þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Það var síðan í byrjun apríl, síðastliðinn, sem vínveitingaleyfið fékkst en, að því er séð verður, allt of seint.Aðstendendur Borðsins þakka fyrir sig.Borðið„Eftir á að hyggja má segja að staðurinn hafi lifað óvenju lengi án vínveitingaleyfis, en það er að sjálfsögðu hlýjum móttökum íbúa hverfisins og þeim mikla meðbyr sem við höfum alltaf fengið frá viðskiptavinum okkar að þakka.“ Þá segir ennfremur: „Það segir sig hins vegar sjálft að á veitingastöðum þar sem boðið er upp á vandaðan mat, sem eldaður er af reynslumiklum matreiðslumönnum, góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, gera viðskiptavinir jafnframt kröfu um að boðið sé upp á vín, bjór og jafnvel kokteila með.“ Það hafi tekið sinn toll af eigendum staðarins að hafa ekki vínveitingaleyfi í tvö ár. „Allir þeir sem til þekkja vita að rekstur slíkra veitingastaða án veitinga og tilheyrandi lengri opnunartíma gengur einfaldlega ekki upp til lengri tíma. Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila að byrja upp á nýtt. “
Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54
Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45
Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03