Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 11:45 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/Stöð2 Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30
Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45