Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 11:45 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/Stöð2 Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30
Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45