Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2018 11:59 Snorri Olsen tekur við starfinu þann 1. október. Vísir/Pjetur Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira