Sá sem átti niðrandi ummæli á Framvellinum biðst afsökunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 17:20 Úr leik hjá Fram. Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/Andri Marinó Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30
Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23