Vítahringur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. júní 2018 07:00 Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun