Nokkrar staðreyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:00 Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar