Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2018 09:00 McKillop á hliðarlínunni með Davidson. vísir/getty Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira