Hátíð í bæ Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júní 2018 10:00 Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð!
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar