Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum.
Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma.
Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur.
Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014.
Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.
Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.
A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH
— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018