Þriggja milljarða króna gjaldþrot eftir útrás Pennans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 15:28 Nýir eigendur Pennans ræða við starfsfólk árið 2005. Kristinn Vilbergsson forstjóri er lengst til hægri á myndinni og Gunnar Dungal, sem þá seldi Pennann, annar frá hægri. Vísir/GVA Engar eignir fundust í þrotabúi AN Holding, félags í eigu Pennans, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi numið tæplega 3,2 milljörðum króna. AN Holding tengdist fjárfestingum Pennans á erlendri grundu á árunum fyrir og í kringum hrun. Félagið var stofnað árið 2006 en það ár festu eigendur Pennans kaup á 73 prósenta hlut í lettneska rekstrarvörufyrirtækinu AN Office (Aigas Nams).Í frétt Vísis frá 2006, sem unnin var upp úr tilkynningu frá Pennanum, sagði að AN Office væri þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrarsaltssvæðinu með 1,5 milljarða króna veltu árið 2005. Kristinn Vilbergsson, þáverandi forstjóri Pennans, sagði kaupin góðan byrjunarreit fyrir Pennann til að sækja inn á nýja markaði. Í framhaldinu sótti Penninn mjög á Eystrarsaltsmarkað og Norðurlöndin. Penninn keypti finnska fyrirtækið Tamore sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum en ársveltan á þeim tíma nam tveimur milljörðum hjá finnska fyrirtækinu. Þá keypti Penninn lettneska kaffiframleiðandann Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi sama ár og í framhaldinu allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem var stórt í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.Fram kemur í frétt Mbl.is að í ársbyrjun 2009 hafi 2500 manns starfað hjá fyrirtækinu í sjö löndum. Reksturinn var þá orðinn erfiður og tók Nýi Kaupþing banki yfir rekstur Pennans af þeim sökum. Skilanefnd Sparisjóðabankans tók félagið AN Holding yfir árið 2016. Var það úrskurðað gjaldþrota í febrúar og nemur gjaldþrotið sem fyrr segir rúmum þremur milljörðum króna. Gjaldþrot Tengdar fréttir Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi AN Holding, félags í eigu Pennans, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi numið tæplega 3,2 milljörðum króna. AN Holding tengdist fjárfestingum Pennans á erlendri grundu á árunum fyrir og í kringum hrun. Félagið var stofnað árið 2006 en það ár festu eigendur Pennans kaup á 73 prósenta hlut í lettneska rekstrarvörufyrirtækinu AN Office (Aigas Nams).Í frétt Vísis frá 2006, sem unnin var upp úr tilkynningu frá Pennanum, sagði að AN Office væri þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrarsaltssvæðinu með 1,5 milljarða króna veltu árið 2005. Kristinn Vilbergsson, þáverandi forstjóri Pennans, sagði kaupin góðan byrjunarreit fyrir Pennann til að sækja inn á nýja markaði. Í framhaldinu sótti Penninn mjög á Eystrarsaltsmarkað og Norðurlöndin. Penninn keypti finnska fyrirtækið Tamore sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum en ársveltan á þeim tíma nam tveimur milljörðum hjá finnska fyrirtækinu. Þá keypti Penninn lettneska kaffiframleiðandann Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi sama ár og í framhaldinu allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem var stórt í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.Fram kemur í frétt Mbl.is að í ársbyrjun 2009 hafi 2500 manns starfað hjá fyrirtækinu í sjö löndum. Reksturinn var þá orðinn erfiður og tók Nýi Kaupþing banki yfir rekstur Pennans af þeim sökum. Skilanefnd Sparisjóðabankans tók félagið AN Holding yfir árið 2016. Var það úrskurðað gjaldþrota í febrúar og nemur gjaldþrotið sem fyrr segir rúmum þremur milljörðum króna.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01
Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33
Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16
Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56