„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 22:07 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“ Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19
Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44