Finnur Freyr hættur hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 08:37 Finnur Freyr getur stigið sáttur frá borði. vísir/bára Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12
Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins