Ný uppfærsla mun gera gamla iPhone hraðari Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 11:00 Tim Cook, forstjóri Apple, á WWDC í gær. Vísir/AP Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband. Apple Tækni Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband.
Apple Tækni Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira