Veiðigjöld og trúverðugleiki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2018 10:00 Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun