Starfsmaður Hvíta hússins sem hæddist að veikindum þingmanns látinn fara Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2018 08:29 McCain er orðinn 81 árs gamall. Hann var skorinn upp vegna heilaæxlis í fyrra. Vísir/AFP Aðstoðarkona á samskiptasviði Hvíta hússins sem hafði alvarleg veikindi þingmanns í flimtingum í síðasta mánuði er hætt störfum þar. Ástæðan er talin vera innanhússdeilur frekar en óheppileg ummæli hennar um þingmanninn. Kelly Sadler vakti mikla athygli þegar hún gerði lítið úr andstöðu Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, við tilnefningu Donalds Trump forseta á nýjum forstjóra leyniþjónustunnar CIA með þeim orðum að McCain væri „hvort sem er að deyja“. McCain hefur verið í meðferð vegna illkynja æxlis í heila um margra mánaða skeið. Hvíta húsið hafnaði því hins vegar að reka Sadler eða að biðjast afsökunar á orðum hennar. Sjálf bað hún dóttur McCain afsökunar í símtali en aldrei opinberlega eins og hún hafði krafist. Fréttir af orðum Sadler, sem féllu á lokuðum fundi starfsmanna Hvíta hússins, leiddu til herferðar gegn lekum í innsta hring Trump forseta.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að orð Sadler um McCain hafi ekki verið ástæða þess að hún var látin fara heldur illdeilur hennar við aðra starfsmenn. Sadler er meðal annars sögð hafa sakað samstarfskonu sína um að leka reglulega upplýsingum í fjölmiðla. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heitir því að finna uppljóstrarana í Hvíta húsinu Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. 14. maí 2018 23:54 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Aðstoðarkona á samskiptasviði Hvíta hússins sem hafði alvarleg veikindi þingmanns í flimtingum í síðasta mánuði er hætt störfum þar. Ástæðan er talin vera innanhússdeilur frekar en óheppileg ummæli hennar um þingmanninn. Kelly Sadler vakti mikla athygli þegar hún gerði lítið úr andstöðu Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, við tilnefningu Donalds Trump forseta á nýjum forstjóra leyniþjónustunnar CIA með þeim orðum að McCain væri „hvort sem er að deyja“. McCain hefur verið í meðferð vegna illkynja æxlis í heila um margra mánaða skeið. Hvíta húsið hafnaði því hins vegar að reka Sadler eða að biðjast afsökunar á orðum hennar. Sjálf bað hún dóttur McCain afsökunar í símtali en aldrei opinberlega eins og hún hafði krafist. Fréttir af orðum Sadler, sem féllu á lokuðum fundi starfsmanna Hvíta hússins, leiddu til herferðar gegn lekum í innsta hring Trump forseta.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að orð Sadler um McCain hafi ekki verið ástæða þess að hún var látin fara heldur illdeilur hennar við aðra starfsmenn. Sadler er meðal annars sögð hafa sakað samstarfskonu sína um að leka reglulega upplýsingum í fjölmiðla.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heitir því að finna uppljóstrarana í Hvíta húsinu Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. 14. maí 2018 23:54 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Heitir því að finna uppljóstrarana í Hvíta húsinu Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. 14. maí 2018 23:54
Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40