Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2018 19:30 Freyja Haraldsdóttir var viðstödd dómsuppsögu í Héraðsdómi í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. Barnaverndarstofa var sýknuð af öllum kröfu Freyju í málinu.Dómur féll í málinu í dagen Freyja stefndi Barnaverndastofu á síðasta ári eftir að umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var synjað. Taldi Freyja að með því væri brotið á mannréttindum hennar. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti synjun Barnaverndarstofu á sínum tíma envildi Freyja að ákvörðun hennar yrði felld úr gildi.Fyrir liggur að Freyja fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Hún var þó ekki boðuð á námskeið þar sem fram fer mat á hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri.Í samtali við Vísi á síðasta árisagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, að málið snerist um þetta. Að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri hafi verið tekin áður en hún hafði setið námskeiðið. Henni hafi því verið mismunað þegar ákvörðun var tekin án þess að hún hafi farið í gegnum námskeið líkt og aðrir umsækjendur.Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Barnaverndarstofu Í niðurstöðu héraðsdóms er tekið undir með sjónarmiðum Barnaverndarstofu að faglegt mat hafi verið lagt á aðstæður Freyju. Sérfræðingar sem komu að matinu sem og vitnisburður sérfræðinga fyrir dómi hafi gefi „ótvírætt til kynna að of margir óvissuþættir felist almennt í því að setja fósturbarn inn í þær sérstöku aðstæður,“ sem Freyja búi við. Hún glímir við sjaldgæfan og erfiðan beinasjúkdóm sem gerir það að verkum hún er að mestu bundin við sérstakan hjólastól auk þess sem hún er háð aðstoð annarra við flestar athafnir daglegs lífs. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hafi meðal annars komið nokkuð að störfum með börnum, og þá meðal annars sem stuðningsforeldri unglings.Héraðsdómur tók undir sjónarmið Barnaverndastofu í málinu.Vísir/PjeturNámskeiðið í raun ekki opið öllum sem hlutu jákvæða umsögn Hvað varðar námskeiðið sem Freyja fékk ekki boð á eftir jákvæða umsögn frá fjölskylduráð Garðabæjar segir í dómi héraðsdóms að fyrir liggi að mistök hafi átt sér stað hjá Barnaverndarstofu þegar auglýst var að umrætt námskeið væri opið öllum sem hlotið hefðu jákvæða umsögn.Í raun hafi það verið þannig að þeir umsækjendur sem uppfylli ótvírætt ekki skilyrði um að gerast fósturforeldar hafi ekki fengið boð á námskeiðið. Markmið námskeiðsins sé ekki bara að kanna foreldrahæfni þátttakenda heldur einnig að undirbúa þá frekar undir hlutverk fósturforeldra sem þeir hafi þá verið taldir hæfir til þess að geta sinnt.Í máli Freyju tekur dómurinn undir þau sjónarmið Barnaverndarstofu að henni hafi ekki verið boðið á námskeiðið þar sem hún hafi þá þegar að mati stofnunarinnar ekki uppfyllt hæfisskilyrði.Segir í dómi héraðsdóms að fyrirliggjandi sé af gögnum málsins að ítarleg málsmeðferð og rannsókn hafi átt sér stað varðandi beiðni Freyju um fóstur, bæði hjá Barnaverndarstofu, sem og úrskurðarnefnd velferðarmála áður en ákvörðun var tekin.Var því að mati héraðsdóms ekki ástæða til þess að fella úr gildi dóm úrskurðs verlferðarmála er staðfesti ákvörðun Barnaverndastofu um að synja beiðni Freyju um að taka barn í fóstur.Var Barnaverndastofa því sýknuð af öllum kröfum í málinu en dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Freyja segir málið fyrst og fremst snúast um að fatlaðir njóti sömu málsmeðferðar og ófatlaðir. Fullt var út úr dyrum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar málið var tekið fyrir og færri komust að en vildu. 21. apríl 2018 07:30 Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. Barnaverndarstofa var sýknuð af öllum kröfu Freyju í málinu.Dómur féll í málinu í dagen Freyja stefndi Barnaverndastofu á síðasta ári eftir að umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var synjað. Taldi Freyja að með því væri brotið á mannréttindum hennar. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti synjun Barnaverndarstofu á sínum tíma envildi Freyja að ákvörðun hennar yrði felld úr gildi.Fyrir liggur að Freyja fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Hún var þó ekki boðuð á námskeið þar sem fram fer mat á hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri.Í samtali við Vísi á síðasta árisagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, að málið snerist um þetta. Að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri hafi verið tekin áður en hún hafði setið námskeiðið. Henni hafi því verið mismunað þegar ákvörðun var tekin án þess að hún hafi farið í gegnum námskeið líkt og aðrir umsækjendur.Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Barnaverndarstofu Í niðurstöðu héraðsdóms er tekið undir með sjónarmiðum Barnaverndarstofu að faglegt mat hafi verið lagt á aðstæður Freyju. Sérfræðingar sem komu að matinu sem og vitnisburður sérfræðinga fyrir dómi hafi gefi „ótvírætt til kynna að of margir óvissuþættir felist almennt í því að setja fósturbarn inn í þær sérstöku aðstæður,“ sem Freyja búi við. Hún glímir við sjaldgæfan og erfiðan beinasjúkdóm sem gerir það að verkum hún er að mestu bundin við sérstakan hjólastól auk þess sem hún er háð aðstoð annarra við flestar athafnir daglegs lífs. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hafi meðal annars komið nokkuð að störfum með börnum, og þá meðal annars sem stuðningsforeldri unglings.Héraðsdómur tók undir sjónarmið Barnaverndastofu í málinu.Vísir/PjeturNámskeiðið í raun ekki opið öllum sem hlutu jákvæða umsögn Hvað varðar námskeiðið sem Freyja fékk ekki boð á eftir jákvæða umsögn frá fjölskylduráð Garðabæjar segir í dómi héraðsdóms að fyrir liggi að mistök hafi átt sér stað hjá Barnaverndarstofu þegar auglýst var að umrætt námskeið væri opið öllum sem hlotið hefðu jákvæða umsögn.Í raun hafi það verið þannig að þeir umsækjendur sem uppfylli ótvírætt ekki skilyrði um að gerast fósturforeldar hafi ekki fengið boð á námskeiðið. Markmið námskeiðsins sé ekki bara að kanna foreldrahæfni þátttakenda heldur einnig að undirbúa þá frekar undir hlutverk fósturforeldra sem þeir hafi þá verið taldir hæfir til þess að geta sinnt.Í máli Freyju tekur dómurinn undir þau sjónarmið Barnaverndarstofu að henni hafi ekki verið boðið á námskeiðið þar sem hún hafi þá þegar að mati stofnunarinnar ekki uppfyllt hæfisskilyrði.Segir í dómi héraðsdóms að fyrirliggjandi sé af gögnum málsins að ítarleg málsmeðferð og rannsókn hafi átt sér stað varðandi beiðni Freyju um fóstur, bæði hjá Barnaverndarstofu, sem og úrskurðarnefnd velferðarmála áður en ákvörðun var tekin.Var því að mati héraðsdóms ekki ástæða til þess að fella úr gildi dóm úrskurðs verlferðarmála er staðfesti ákvörðun Barnaverndastofu um að synja beiðni Freyju um að taka barn í fóstur.Var Barnaverndastofa því sýknuð af öllum kröfum í málinu en dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Freyja segir málið fyrst og fremst snúast um að fatlaðir njóti sömu málsmeðferðar og ófatlaðir. Fullt var út úr dyrum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar málið var tekið fyrir og færri komust að en vildu. 21. apríl 2018 07:30 Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11
Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Freyja segir málið fyrst og fremst snúast um að fatlaðir njóti sömu málsmeðferðar og ófatlaðir. Fullt var út úr dyrum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar málið var tekið fyrir og færri komust að en vildu. 21. apríl 2018 07:30
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent