Sjálfstæðisflokkurinn og VG áfram í meirihluta í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 17:29 Haraldur Sverrisson og Bjarki Bjarnason við undirritun málefnasamningsins. Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20
Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25